Skip to content

Skilmálar

SKILMÁLAR

Loppa.is er vefverslun sem er rekin af Vistvænt Og Náttúrlegt ehf.
Kennitala Vistvænt Og Náttúrlegt ehf. er 581119-0110 en hún er með vsk númer 136302. Staðfesting á pöntun hjá vefverslun Loppa jafngildir samþykki á eftirfarandi skilmálum verslunarinnar.

Fyrirtækjaupplýsingar:

Vistvænt Og Náttúrlegt ehf.
Kt. 581119-0110
Lögheimili: Víðiholt land, 641 Húsavík
Sími 8449402
hestia@hestia.is
vsk nr. 136302
Reikningsnúmer 0537-26-581119
Opnunartími: Pantanir sem berast um helgar og á almennum frídögum verða afgreiddar næsta virka dag nema annað sé sérstaklega auglýst.

Vöruskilmálar:

Verð á vöru kemur ávallt skýrt fram á sölusíðu nema um sérstaka afslætti sé að ræða. Þeir afslættir reiknast við greiðslusíðu en verð með afslætti, vsk og sendingarkostnaði er ávallt skýrt áður en til greiðslu kemur.
Vistvænt Og Náttúrlegt ehf. heldur eftir rétti til að breyta vöruverði án fyrirvara og er það ávallt staðgreiðsluverð með virðisauka. Allir reikningar eru gefnir út með vsk.
Eiginleikar hverrar vöru sem til sölu er í vefverslun Hestiu á að teljast skýr á sölusíðu hennar.
Sala í vefverslun Loppu fer fram í íslenskum krónum nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Greiðslumöguleikar:

Hægt er að greiða með debitkorti, kreditkorti, millifærslum og Netgíró. Loppa geymir aldrei kortaupplýsingar viðskiptavina og fara öll kortaviðskipti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar.
Einfalt er að greiða með millifærslu eftir samkomulagi. Best er að hafa þá samband með pöntunaróskum á hestia@hestia.is.
Reikningsnúmer Hestiu ehf. er 0537-26-581119 og kennitala 581119-0110.

Persónuvernd:

Þjónusta vefverslunar Hestiu á netinu útheimtir, þegar það á við, að viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini séu gefnar upp í greiðslugátt til þess að þjónustan virki að óskum. Til að tryggja hámarksöryggi notenda og móttekinna persónupplýsinga fylgir vefurinn íslenskum og alþjóðlegum lögum um viðskipti og persónuvernd ásamt viðurkenndum og/eða vottuðum starfsreglum og öryggisstöðlum. Starfsemin fer því í einu og öllu eftir lögum um persónuvernd og vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga.


Skilaréttur:

Skilaréttur á vöru eru 14 dagar frá kaupum á vöru gegn framvísun kvittunar. Þetta á þó ekki við um útsöluvörur enda þeim ekki hægt að skila nema um viðurkenndan framleiðslugalla sé að ræða. Til að nýta skilarétt þarf varan að vera í söluhæfu ástandi og í upprunalegum pakkningum. Ef varan hefur verið skemmd, notuð eða innsigli rofið er ekki hægt að skila henni. Þegar skilavara hefur borist í sama ástandi og þegar hún var keypt mun endurgreiðsla á upprunalegu kaupverði eiga sér stað og staðfesting send í tölvupósti.
Fyrir nánari upplýsingar skal hafa samband við hestia@hestia.is

Ábyrgð:

Þegar pantanir eru sendar með Íslandspósti gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Vistvænt Og Náttúrlegt ehf. leggur mikið traust í þjónustu Íslandspósts en tekur þó ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi eftir að vara hefur verið afhend flutningsaðila. Að sjálfsögðu er að hafa samband við Hestiu ehf. óski viðskiptavinir eftir öðrum flutningsmáta sem er þá alfarið á þeirra eigin ábyrgð.
Hvetjum við viðskiptavini sérstaklega til þess að passa upp á að allar upplýsingar um móttöku sendinga séu réttar enda ber kaupandi ábyrgð á aukakostnaði sem getur orðið vegna rangrar upplýsingagjafar við pöntun.

Staðfesting á pöntun og afhending:

Viðskiptavinir fá staðfestingu á pöntun í tölvupósti þegar greiðsla hefur borist. Viðskiptavinir eru hvattir til þess að fara vel yfir pöntunarstaðfestingu og hafa samband í gegnum hestia@hestia.is sé þörf á leiðréttingu eftir að greiðsla hefur farið fram.
Komi það fyrir að einstaka vörur séu ekki til þrátt fyrir að pöntun hafi gengið í gegn verður haft samband við viðkomandi.

Eftir að pöntun hefur átt sér stað má gera ráð fyrir að sending taki allt að 7 virka daga að berast. Sendingargjald er 800 kr á næsta pósthús óháð stærð sendingar og 800 kr í póstbox. Sendingargjald fellur þó niður ef verslað er fyrir 8.000 kr eða meira en þá sendist pakkinn á næsta pósthús.

Umslag - Aðeins vaxdúkar, stálrör og tannburstar (max 4 burstar). 
Ef þetta er valið án þess að innihalda upptaldar vörur eða auka vörur sem komast ekki fyrir í umslagi valdar með þarf móttakandi sendingar að greiða póstgjald samkvæmt verðskrá póstsins annað hvort í formi millifærslu eða við afhendingu. Tölvupóstur með tilkynningu verður sendur til kaupanda.


Sendingar útfyrir landsteina eru samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Vistvænt Og Náttúrlegt ehf. á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.